Framkvæmdaaðilar að Fjallaskíðamótinu sem halda átti nk. föstudag á Tröllaskaga hafa tekið ákvörðun um að fresta mótinu til 3. maí nk. Ástæða frestunarinnar er sérstaklega óhagstæð veðurspá að mati björgunarsveitar, snjóflóðaeftirlitsmanna og veðurfræðinga.
Áður auglýst dagskrá mótsins flyst óbreytt til 3. maí svo og skráningar keppenda nema tilkynnt sé sérstaklega um forföll. Skráningu keppenda stendur því enn yfir og lýkur 2. maí.
Heimild: fjallabyggd.is