Fjallaskíðamennska er nú hluti af útivistaráfanga í Menntaskólanum á Tröllaskaga í Ólafsfirði. Átta nemendur hljóta leiðsögn í skíðakennslu í Tindaöxl í Ólafsfirði. Samstarf er við fyrirtækið Vikingheliskiing sem sérhæfir sig í þyrluskíðamennsku á Tröllaskaga og munu nemendur fá að fara í eina þyrluferð í áfanganum. Skólinn kaupir skíðabúnað fyrir nemendur, en göngufæri er upp í skíðasvæðið úr skólanum. Í áfanganum er lært á svigskíði, gönguskíði, skíðabretti og skauta.

N4 tók viðtal við Lísbet Hauksdóttur íþróttakennara í MTR á dögunum.