Fjallaskíðafjör í Fjallakofanum

Fimmtudaginn 22. mars næstkomandi á milli kl. 20:00-22:00 verður blásið til Fjallaskíðakvölds í Fjallakofanum í Kringlunni 7 í tilefni af Super Troll Ski Race fjallaskíðakeppninni sem haldin verður á Siglufirði dagana 11. – 13. maí næstkomandi.  Keppnin verður nú haldin í fimmta sinn á þessum einstaka stað, yst á Tröllaskaganum, mekka fjallaskíðamanna.

Tómas Guðbjartsson fjallalæknir með meiru mun ásamt Siglfirðingum koma í heimsókn og segja frá nýju og spennandi fyrirkomulagi á fjallaskíðamótinu og hverju má búast við í þessari einstöku keppni. Undirbúningur fyrir keppnina stendur nú sem hæst og auk ýmislegrar nýbreytni standa keppendum til boða glæsileg verðlaun s.s. þyrluskíðaferð frá Arctic Heliskiing, búnaður frá Fjallakofanum og gisting fyrir tvo á Hótel Sigló.  Þeir sem skrá sig til keppni þetta kvöld sérstök kjör á þátttökugjaldi í keppnina.

Texti: Aðsent – fréttatilkynning.