Fjallabyggðalistinn breytir um fólk í nefndum

Bæjarstjórn Fjallabyggðar hefur samþykkt eftirfarandi breytingar í nefndum hjá F-lista:

  • Guðný Kristinsdóttir verður aðalmaður í atvinnumálanefnd í stað Ásdísar Sigurðardóttur.
  • Ragnheiður Ragnarsdóttir verður varamaður í atvinnumálanefnd í stað Guðnýjar Kristinsdóttur.
  • Hilmar Þór Hreiðarsson verður aðalmaður í fræðslu- og frístundanefnd í stað Árna Sæmundssonar sem verður varamaður í sömu nefnd.
  • Hrafnhildur Ýr Denke Vilbertsdóttir verður varaformaður í félagsmálanefnd í stað Ríkharðs Hólm Sigurðssonar.