Bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2024, Ástþór Árnason, verður útnefndur við hátíðlega athöfn í Menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði, fimmtudaginn 15. febrúar kl. 17:00.

Við sama tilefni verða afhentir styrkir Fjallabyggðar til menningar- og fræðslumála, til hátíðarhalda, reksturs safna og setra og til grænna verkefna.

Allir eru velkomnir á þessa úthlutunarhátíð.