Fjallabyggð úthlutaði menningarstyrkjum fyrir rúmar 11 milljónir

Fjallabyggð úthlutaði í dag menningarstyrkjum fyrir árið 2021, alls 11.064.000 kr.  Þar af fara 2.700.000 kr. til einstakra menningartengdra verkefna, 1.350.000 kr. til reksturs safna og setra og styrkir til hátíðahalda kr. 3.050.000.- Úthlutaðir styrkir til fræðslumála nema kr. 232.000.- og til ýmissa verkefna kr. 3.200.000.- Að auki eru styrkir veittir í formi afnota af húsnæði eða munum sveitarfélagsins. Þá fengu björgunarsveitir veglega styrki eins og undanfarin ár. Styrkir sem þessir geta skipt gríðarlegu máli í menningarmálum í Fjallabyggð, sérlega á söfnum sem bjóða frían aðgang og eru ekki rekin með hagnaðarsjónarmiði.

Þá fær bæjarlistamaður Fjallabyggðar kr. 300.000.

Alls var sjö umsóknum hafnað.

Nánari upplýsingar um styrkina má sjá á vef Fjallabyggðar.

Ljósmyndasögusafnið á Siglufirði.