Fjallabyggð tekur 100 milljónir að láni vegna skólabyggingar

Bæjarstjórn Fjallabyggðar hefur samþykkt að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 100.000.000 kr.
Er lánið tekið til byggingaframkvæmda við Grunnskóla Fjallabyggðar, í Ólafsfirði. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins.

Einnig er reiknað með að lóðarframkvæmdir við Grunnskólaskóla Fjallabyggðar ljúki árið 2014 og þar með verði átaki í uppbyggingu skólamannvirkja í Fjallabyggð lokið að sinni.