Fjallabyggð tapaði naumlega í Útsvari

Fjallabyggð tapaði naumlega gegn Kópavogsbæ í spurningaþættinum Útsvari á Rúv í kvöld. Sigurliðið fékk 67 stig gegn 65 stigum mótherjanna.

Fyrir síðustu tvær spurningarnar hafði lið Fjallabyggðar fengið 65 stig. Fjallabyggð náði ekki að svara síðustu spurningunni. Lið Kópavogs þurfti að fá aðstoð símavinar við að svara sinni síðustu spurningu. Reyndist svarið vera með rétt þannig að eftir nokkrar taugatrekkjandi sekúndur kom í ljós að Kópavogsbúar unnu naumlega.

Heimild: ruv.is