Fjallabyggð styrkir ekki blöðrubrautina
Fjallabyggð sér sér ekki fær um að styrkja uppbyggingu blöðrubrautar (Belgjabraut) á Siglufirði sem Siglo golf and ski club ehf, sótti um styrk fyrir. Félagið sótti um 30 milljónir króna til uppbyggingar á brautinni við Skógræktina í Skarðsdal á Siglufirði.
Síðastliðið haust var gerð tvöföld belgjabraut í gili við Skógræktina á Siglufirði. Keyptir voru 200 belgir af tveimur stærðum í þessu tilraunaverkefni. Brautin var mótuð með snjó með aðstoð snjótroðara. Planið var að kaupa 80 metra töfrateppi til að flytja iðkendur upp hlíðina og koma upp salernisaðstöðu og geymsluhúsi.
Bæjarráð Fjallabyggðar tók málið fyrir á fundi í gær.
Kostnaðaráætlun sem lögð var fram vegna styrksins.
