Sigurvin

Bæjarráð Fjallabyggðar hefur samþykkt að styrkja Björgunarbátasjóðs Siglufjarðar um fjárstyrk vegna kaupa á nýju björgunarskipi sem mun leysa af gamla björgunarskipið Sigurvin. Von er á nokkrum nýjum skipum til Íslands fyrir björgunarsveitir víða um landið.

Nýtt skip kostar 285 milljónir en Ríkið greiðir helming kostnaðar. Sjóvá hefur samþykkt að greiða 142 milljónir til fyrstu þriggja skipanna.  Skipið sem leysir af Sigurvin verður númer tvö í afhendingu.

Bæjarráð Fjallabyggðar hefur því samþykkt að veita 5 milljónir króna til verkefnisins á fjárhagsáætlun ársins 2023 og verður gerður samningur til næstu sex ára, að heildarupphæð kr. 30.000.000 við Björgunarbátasjóð Siglufjarðar.