Bæjarstjórn Fjallabyggðar hefur samþykkt að verða við beiðni stjórnar Leyningsáss ses. um fjárframlag til uppbyggingar og viðhalds vegna skíðasvæðisins í Skarðsdal á Siglufirði  samkvæmt kostnaðaráætlun frá stjórn Leyningsáss ses. og verkefnahóps um málefni skíðasvæðisins í Skarðsdal.

Fjallabyggð mun greiða samkvæmt framlögðum og samþykktum framvindureikningum af stjórn Leyningsáss. Bæjarstjórn Fjallabyggðar mælist til að stjórn Leyningsás vinni áfram náið með verkefnahópi um málefni skíðasvæðisins í Skarðsdal, hvað varðar framkvæmdir og framvindu verkefnisins.

Framkvæmdin er í umsjón stjórnar Leyningsás og áætlaður verktími er í sumar og fram á haust. Ráðinn verður verktaki eða verkefnastjóri, af Leyningsási ses., sem mun hafa yfirumsjón með framkvæmdunum.