Fjallabyggð styður að koma á fót vettvangsliðateymi í Ólafsfirði

Bæjarráð Fjallabyggðar styður að vettvangsliðateymi verði komið á fót í Ólafsfirði til að stuðla að auknu öryggi íbúa Fjallabyggðar. Bæjarráð Fjallabyggðar mun halda áfram baráttu sinni fyrir því að sjúkrabíll verði í Ólafsfirði. Fulltrúar Björgunarsveitarinnar Tinds í Ólafsfirði mættu á fund bæjarráðs Fjallabyggðar í dag, þar sem þessu mál voru rædd.  Komið hefur fram að heilbrigðisráðherra ætli ekki að stíga inn í ákvörðun forstjóra Heilbrigðisstofnunar Norðurlands.