Fjallabyggð stendur fyrir málþingi um sjókvíaeldi í Menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði föstudaginn 30. júní 2017 frá kl. 13:00 – 17:00. Fundarstjóri er Dr. Gunnar Ingi Birgisson, bæjarstjóri Fjallabyggðar. Aðgangur að málþinginu er ókeypis og allir velkomnir.
Umræðuefni málþingsins eru:
- Efling dreifðra byggða
- Þjóðhagsleg hagkvæmni
- Umhverfismál
Eftirtalin erindi verða flutt:
13:00 -13:20 Ásthildur Sturludóttir, stjórnmála- og stjórnsýslufræðingur (bæjarstjóri í leyfi)
Samfélagsleg áhrif sjókvíaeldis í Vesturbygg.
13:20 -13:40 Gísli Jónsson, dýralæknir fiskisjúkdóma
Eru sjúkdómar vandamál í íslensku sjókvíaeldi?
13:40 -14:00 Dr. Daði Már Kristófersson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands
Þjóðhagsleg áhrif sjókvíaeldis
14:00-14:20 Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar
Framtíð, áhrif og áskoranir sjókvíaeldis í Fjarðabyggð
14:20 – 14:40 Kaffihlé
14:40 -15:00 Jón Gunnarsson, ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála
Áhrif sjókvíaeldis á byggðaþróun
15:00-15:20 Marita Rasmussen, forstöðumaður Industriens Hus í Færeyjum
Reynsla Færeyinga af sjókvíaeldi
15:20-15:40 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra
Framtíð sjókvíaeldis á Íslandi
15:40-16:00 Róbert Guðfinnsson, athafnamaður
Er sjókvíaeldi ógn eða viðskiptatækifæri ?
16:00 – 17:00 Almennar fyrirspurnir og umræður