Fjallabyggð skoðar þéttingu byggðar með Alta ehf.

Elías Pétursson bæjarstjóri Fjallabyggðar hefur lagt til að samið verði við Alta ehf. um aðkomu að greiningu valkosta til þéttingar byggðar í Fjallabyggð.
Afurð verkefnis verði umrædd greining ásamt stefnumótun í þéttingu byggðar og aðgengilegar upplýsingar um möguleika til byggingar innan Fjallabyggðar.