Tæknideild Fjallabyggðar vinnur nú að skipulagningu hreinsunarátaks í sveitarfélaginu á vordögum. Íbúar og rekstraraðilar verða hvattir til þátttöku.
Tæknideildin kortleggur nú járnrusl og annað sem getur valdið mengun og óþrifnaði í Fjallabyggð, sem áhersla verður lögð á að fjarlægja í þessu hreinsunarátaki í vor.