Bæjarráð Fjallabyggðar hefur lagt til að skipaður verði starfshópur um fjárfestingar, framkvæmdir og viðhald á vegum sveitarfélagsins. Bæjarstjórn Fjallabyggðar mun í framhaldinu taka við málinu.

Fjallabyggð hyggst ráðast í breytingar á útliti og nýtingu á 2. hæð Ráðhúss Fjallabyggðar við Gránugötu 24, og yrði það verkefni á höndum þessa starfshóps.

Fjölmörg viðhaldsverkefni og fjárfestingar eru ár hvert í Fjallabyggð og því nauðsynlegt að finna sérfræðinga í þennan starfshóp sem halda utan um málin og veita ráðgjöf til bæjarráðs og bæjarstjórnar Fjallabyggðar.