Fjallabyggð sendir inn umsókn um opnun Siglufjarðarflugvallar

Bæjarráð Fjallabyggðar hefur samþykkt að senda inn umsókn til Samgöngustofu þess efnis að Siglufjarðarflugvöllur verði skráður sem lendingarstaður. Framtakið mun styðja við framfarir í ferðaþjónustu í sveitarfélaginu en jafnframt er flugbrautin mikilvægt öryggismannvirki fyrir íbúa Fjallabyggðar. Með breyttri skráningu yrði hlutverk sveitarfélagsins fyrst og fremst upplýsingjagjöf um ástand lendingarbrautar til flugmanna sem lenda þar á eigin ábyrgð.  Flugvöllurinn var formlega afskráður af ISAVIA í október árið 2014.

Endurbæturnar á flugstöðinni voru gerðar í vor og voru í samræmi við samning ISAVIA við Framkvæmdasýslu ríkisins sem hefur leigt húsið undir vinnu við snjóflóðavarnir.

Fyrr í vor vonaðist Fjallabyggð til að flugbrautin sjálf yrði opnuð á árinu 2018 ef kæmu fjárveitingar í viðhald og lagfæringu á slitlagi á vellinum.