Fjallabyggð semur við Síldarminjasafnið um móttöku skemmtiferðaskipa

Fjallabyggð vinnur að því að semja við Síldarminjasafns Íslands um samstarfssamning um áframhaldandi markaðssetningu Siglufjarðarhafnar sem ákjósanlegum viðkomustað skemmtiferðaskipa. Markvisst hefur verið unnið að því að efla þessar skipakomur til Siglufjarðar undanfarin ár og hefur það skilað nokkrum árangri til þessa. Unnið er að því að fá meðalstór skip sem passa vel við höfnina.

Nokkur fjöldi skemmtiferðaskipa kom til Siglufjarðar í sumar eftir að mjög fá skip komu árið 2020 vegna covid. Árið 2019 kom 37 skip og rúmlega 7100 farþegar. Fjallabyggð fær tekjur af komu skipanna og kaupmenn og söfn njóta góðs af sömuleiðis þar sem greiddur er aðgangseyrir, og seld þjónusta og veitingar.