Bæjarráð Fjallabyggðar hefur samþykkt að ganga til samninga við veitingahúsið Höllina í Ólafsfirði um skólamáltíðir fyrir nemendur og kennara Grunnskóla Fjallabyggðar. Fjallabyggð leitaði tilboða í maímánuði og fengu tilboð frá Rauðku, Höllinni og Bolla og Bedda ehf (Kaffi Klara). Um er að ræða samning til 2020.
Tilboðin voru þessi:
Rauðka ehf. bauð kr. 930 í máltíð fyrir nemendur og kr. 1.150 fyrir starfsfólk.
Höllin ehf. bauð kr. 870 í máltíð fyrir nemendur og kr. 1.150 fyrir starfsfólk.
Bolli og Beddi ehf. bauð kr. 890 í máltíðir fyrir nemendur og starfsfólk.