Fjallabyggð hefur samþykkt að verða við tilboði innviðaráðuneytisins um styrk til að ljúka lagningu ljósleiðara til allra lögheimila utan markaðssvæða í þéttbýli.  Það var tilboð frá Fjarskiptasjóði sem sveitarfélög fengu til að fara í þetta verkefni.

Opinbert markmið stjórnvalda um aðgengi að ljósleiðara hefur verið að allir þéttbýlisstaðir og byggðakjarnar á landinu nái a.m.k. 80% hlutfalli tengdra lögheimila fyrir árslok 2028. Nýju áformunum sem kynnt voru í dag er aftur á móti ætlað að stuðla að 100% aðgengi fyrir árslok 2026, á grundvelli samvinnu íbúa, sveitarfélaga, fjarskiptafyrirtækja og ríkisins.

Dalvíkurbyggð og fleiri sveitarfélög hafa einnig samþykkt þetta tilboð.