Fjallabyggð samþykkir kaup á nýju strætóskýli

Bæjarráð Fjallabyggðar hefur samþykkt kaup á nýju strætóskýli við Snorragötu á Siglufirði, eftir að ábending barst að ekki rúmist öll börn fyrir í því á morgnanna á leiðinni til skóla. Fjallabyggð fékk tilboð í nýtt skýli og uppsetningu sem hljóðaði upp á  2.480.000 kr. án virðisaukaskatts.  Ekki liggur fyrir hversu langur tími líður þar til nýtt skýli verður uppsett.