Fjallabyggð samþykkir fótboltagolfvöll í Ólafsfirði

Bæjarráð Fjallabyggðar hefur samþykkt að veita heimild fyrir fótboltagolfvelli á túni við Tjarnarstíg í Ólafsfirði og á íþróttasvæði KF að höfðu samráði við deildarstjóra tæknideildar Fjallabyggðar og KF.

Fyrirhugað er að búa til 6-7 holu fótboltagolfvöll á svæðinu við Tjarnarstíg í Ólafsfirði. Þetta verður frábær viðbót við aðra afþreyingu í sveitarfélaginu.