Félag Róberts Guðfinnssonar, Siglo golf and ski club ehf. hefur fengið samþykki frá Bæjarráði Fjallabyggðar að Blöðrubraut sem félagið hyggst byggja upp við Skógræktina í Skarðsdal á Siglufirði verði vísað til fjárhagsáætlunar næsta árs, þetta kemur fram í fundargerð Bæjarráðs Fjallabyggðar frá 10. nóvember sl.
Róbert Guðfinnsson og Kristbjörg Edda Jóhannsdóttir kynntu erindið fyrir bæjarráði Fjallabyggðar og var málinu vísað til gerðar fjárhagsáætlunnar 2022, en Bæjarstjórn Fjallabyggðar mun að lokum taka endalega ákvörðun í málinu.
Sótt var um styrk uppá 30 milljónir króna fyrir verkefninu.
Athuga, fréttin hefur verið uppfærð.