Fjallabyggð og Dalvíkurbyggð saman með náttúruverndarnefnd?

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar hefur lagt fram skýrslu um störf og hlutverk náttúruverndarnefnda og hefur falið umhverfisfulltrúa Fjallabyggðar að kanna hug Dalvíkurbyggðar um að reka saman eina náttúruverndarnefnd með Fjallabyggð.

Bæjarráð Dalvíkurbyggðar hefur vísað erindinu til umhverfisráðs með ósk um umsögn.