Fjallabyggð leggur þunga áherslu á jarðgöng til Fljóta

Bæjarráð Fjallabyggðar hefur lagt þunga áherslu á að jarðgangagerð milli Fljóta og Siglufjarðar komist á Samgönguáætlun hið fyrsta.

Þá hefur Bæjarstjóra Fjallabyggðar verið falið að koma þeim ábendingum á framfæri að lagfæra þurfi þjóðveginn í gegnum Fjallabyggð vegna aukinnar umferðar í samræmi við nýgerða umferðaröryggisáætlun.

Bæjarráð Fjallabyggðar hefur bent á að í bréfi frá Vegagerðinni þar sem ósk um færslu þjóðvegarins í gegnum Siglufjörð hefur verið hafnað.