Fjallabyggð hefur brugðist hratt við ákalli um langtímalausnir í sértækum húsnæðisúrræðum fyrir fatlað fólk og öryrkja. Sveitarfélagið hefur þegar tryggt sér þrjár nýjar íbúðir sem byggðar verða á Vallarbraut 4-6 á Siglufirði, en það er byggingarsvæðið á gamla malarvellinum. Áætluð afhending íbúðanna er 1. júlí 2024 og ljóst er að hefjast þarf handa fljótlega svo sú tímasetning geti staðist.
Áhersla er lögð á gott aðgengi hreyfihamlaða, með altæka hönnun að leiðarljósi þar sem tekið er mið af ólíkum þörfum íbúa íbúðanna sem Fjallabyggð kaupir.
Um er að ræða fjölbýlisíbúðir en byggingar þeirra er ekki hafin. Ekki er víst að þetta leysi allan vandann en ljóst er að þetta er gott fyrsta skref.
Kostnaður við hverja íbúð hefur ekki verið uppgefinn, eða á hvaða byggingarstigi þær verða afhentar.