Fjallabyggð kaupir búnað til að laga neysluvatn Ólafsfirðinga

Fjallabyggð hefur ákveðið að kaupa geislatæki fyrir um 5 milljónir króna til að setja upp við vatnstankinn í Brimnesdal í Ólafsfirði, þar sem neysluvatn hefur reynst vera mengað í nokkrar vikur. Gert er ráð fyrir að tækið verði komið í notkun eftir 2-3 vikur og er undirbúningur að uppsetningu tækisins þegar hafinn. Sýni eru áfram tekin reglulega til að kanna gæði vatnsins en staðfest er að vatnið er enn mengað og sjóða þurfi neysluvatn í Ólafsfirði.