Fjallabyggð kannar lánamál Arions til Afls Sparisjóðs

Bæjarráð Fjallabyggðar tók til umræðu í vikunni um mál Arions banka og AFLs Sparisjóðs og mikilvægi þess að niðurstaða fáist í því hvort erlend lán Arion til AFLs séu lögleg eða ekki. Ef erlendu lánin eru ólögleg verða til fjármunir í samfélagssjóði Sparisjóðsins, sem eiga að nýtast í verkefni í Fjallabyggð og Skagafirði.

Bæjarráð  Fjallabyggðar telur að um mikilvægt mál fyrir íbúa Fjallabyggðar og Skagafjarðar sé að ræða og eðlilegt að kannaður sé lagalegur réttur í málinu.

Bæjarráð Fjallabyggðar telur það mjög æskilegt að vinna málið áfram í náinni samvinnu við Sveitarfélagið Skagafjörð meðal annars með því að sveitarfélögin noti sama lögfræðing til málsins.