Fjallabyggð í markaðsherferð vegna atvinnu- og íbúaþróunar

Fjallabyggð hefur samþykkt að fara í markaðsherferð vegna atvinnu- og íbúaþróunar fyrir 5 milljónir króna með auglýsingastofunni Pipar/TBWA.

Fleiri sveitarfélög hafa farið í álíka aðgerðir til að kynna betur sveitarfélagið fyrir nýjum íbúum með gerð myndbanda í formi viðtala og auka sýnileika á samfélagsmiðlum með hjálp auglýsingastofa.