Fjallabyggð hyggur á beina markaðsetningu minni skemmtiferðaskipa

Fjallabyggð hyggst nota beina markaðssetningu að skemmtiferðaskipum með áherslu á minni skip frá Evrópu. Fjallabyggð býst við tveimur skipum í sumar og uppi eru hugmyndir að endurskoða gjaldskrá og setja upp fast gjald á farþega.
Tillaga er um að Síldarminjasafnið leggi til starfskraft, en bæjarfélagið leggur til markaðssetningu hafnarinnar með framlagi til þriggja ára með sem nemur einni milljón króna.
Hafnarstjórn Fjallabyggðar hefur lagt til við bæjarstjórn Fjallabyggðar að umrædd upphæð verði tryggð í áætlun 2013.