Við Síldarminjasafnið

Bæjarráð Fjallabyggðar hefur hafnað styrkveitingu til Síldarminjasafnsins á Siglufirði og Pálshús í Ólafsfirði vegna sýninga og framkvæmda. Síldarminjasafnið sótti um styrk vegna sýningar um veturinn í síldarbænum sem verður Salthúsloftinu. Sótti Síldarminjasafnið um 2 milljónir króna vegna hönnunar og uppsetningar sýningarinnar.

Pálshús sótti um framkvæmdastyrk vegna kjallara í Pálshúsi vegna 4. áfanga þar sem á að gera „Ævintýraheim barnanna“. Pálshús sótti um 3 milljónir króna.

Bæjarráð Fjallabyggðar sá sér ekki fært um að veita þessa styrki, en þess skal getið að bæði söfnin fá rekstrarstyrki árlega frá Fjallabyggð.