Fjallabyggð hefur endurnýjað rekstrarsamning við Síldarminjasafnið að upphæð 5,5 milljónir króna. Síldarminjasafnið sótti um hækkun á samningi en Fjallabyggð samþykkti að hafa samninginn óbreyttan á milli ára.

Þá hefur rekstrarsamningur við Skógræktarfélag Siglufjarðar verið endurnýjaður. Félagið sótti um hækkun á samningi en Fjallabyggð samþykkti að hafa upphæð óbreytta næsta árið. Rekstrarsamningurinn hljóðar uppá 400.000 kr.