Fjallabyggð hafnar að grenndarkynna nýja tillögu að spennistöð

Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar hefur ákveðið að hafna að grenndarkynna nýja spennistöð Rarik sem setja á upp við Hverfisgötu 38 á Siglufirði. Rarik hefur kynnt nýja tillögu um frágang spennistöðvarinnar en hefur henni nú verið hafnað. Nefndin hefur óskað eftir tillögu þar sem spennistöðin verði felld inn í landið frá öllum hliðum nema að framan verðu.