Fjallabyggð greiðir bætur vegna flugskýlis á Ólafsfirði

Bæjarstjóri Fjallabyggðar hefur óskað eftir fjárheimild til að greiða bætur fyrir flugskýlið í Ólafsfirði og er áætlaður heildarkostnaður bæjarfélagsins um 9.5 m.kr. Allan úrskurðinn má lesa hér.

Frá dómsúrskurði 7. nóvember:

Af hálfu matsbeiðanda kemur fram að bæjarstjórn Ólafsfjarðar hafi þann 10. nóvember 1987 samþykkt umsókn matsþola um að reisa flugskýli við flugvöllinn í Ólafsfirði. Samkvæmt skráningu Fasteignamats ríkisins hafi matsþoli byggt skýlið árið 1992. Um er að ræða 131 ferm. skýli með burðargrind úr timbri og stáli og klætt með bárujárni.

Matsbeiðandi kveður að í bréfi Flugstoða ohf. til Samgönguráðuneytisins dags. 29. júlí 2009 komi fram að Ólafsfjarðarflugvöllur væri ekki lengur skráður í Flugmálahandbók  Íslands AIP sem kom út þann 28. febrúar 2002, en nokkrum áður hafði áætlunarflug til Ólafsfjarðar lagst af og Flugmálastjórn þá hætt rekstri flugvallarins.

Þegar Flugmálastjórn hætti rekstri Ólafsfjarðarflugvallar hafi fallið niður réttur til að nýta landið undir flugvöll niður og landið undir vellinum farið til frjálsra afnota fyrir matsbeiðanda. Í ágúst 2006 hafi síðan Vegagerðin hafið framkvæmdir við undirbúning að gerð Héðinsfjarðargangna og reist vinnubúðir þar sem flugvöllurinn var áður. Frá þeim tíma hafi a.m.k. ekki verið mögulegt að lenda flugvél á svæðinu.

Álit matsnefndar:

Af hálfu matsnefndarinnar er talið að verðmat miðað við enduröflunarverð sambærilegrar eignar sé sú aðferð sem beri að beita í máli þessu. Miðað við gerð og lögun flugskýlisins áætlar matsnefndin að kostnaður við undirbyggingu og lóð myndi í dag nema um kr. 4.300.000 og  yfirbyggingu kr. 9.100.000. Heildarkostnaður við byggingu nýs húss að svipaðri gerð og á sambærilegu byggingastigi næmi því kr. 13.400.000. Fyrir liggur að flugskýli það sem hér er til umfjöllunar er ekki nýtt og þykir nefndinni raunhæft að afskrifa það um  kr. 5.900.000 eða um 44% miðað við aldur þess og ástand. Hæfilegar bætur fyrir flugskýlið teljast því vera kr. 7.500.000.

Þá skal matsbeiðandi greiða matsþola kr. 715.036,  þar með talinn virðisaukaskattur, í kostnað vegna rekstur matsmáls þessa og kr. 800.000 í ríkissjóð vegna starfa Matsnefndar eignarnámsbóta.

ÚRSKURÐARORÐ:

Matsbeiðandi, Fjallabyggð, kt. 580706-0880, skal greiða matsþola, Hirti Þór Haukssyni, kt. 081152-5869, kr. 7.500.000 í bætur fyrir flugskýli matsþola og kr. 715.036,  þar með talinn virðisaukaskattur, í kostnað vegna rekstur matsmáls þessa.

Þá skal eignarnemi greiða kr. 800.000 í ríkissjóð vegna kostnaðar við Matsnefnd eignarnámsbóta í máli þessu.

Heimild: urskurdir.is