Fjallabyggð hefur samþykkt að gera rekstrar- og þjónustusamning við Fjallasali sjálfseignarstofnun, um varðveislu, viðhald og aðgengi að náttúrugripasafninu í Pálshúsi í Ólafsfirði árin 2021-2022.

Styrkur til reksturs safnsins verður kr. 800.000 og þjónustugjald vegna náttúrugripasafns verður kr. 800.000, eða alls 1,6 milljónir króna.

Myndir með frétt: Héðinsfjörður.is/Magnús Rúnar Magnússon