Fjallabyggð gerir ekki samning um einkaafnot af fjalllendi

Bæjarráð Fjallabyggðar hefur tekið afstöðu í máli Viking Heliskiing þar sem fyrirtækið óskaði eftir einkaafnot af fjalllendi Fjallabyggðar fyrir þyrluskíðamennsku. Fjallabyggð mun ekki gera samning um einkaafnot af fjalllendi sveitarfélagsins við eitt fyrirtæki umfram annað.  Bæjarráð Fjallabyggðar lítur svo á að Viking Heliskiing hafi jafnan rétt á við aðra til nýtingar á fjalllendi sveitarfélagsins.