Fjallabyggð gerir ekki athugasemd við Black Death Menningarhús

Bæjarráð Fjallabyggðar hefur veitt Sýslumanninum á Siglufirði skriflega umsögn um rekstrarleyfi á Menningarhúsinu Black Death að Tjarnargötu 16 á Siglufirði. Staðurinn ku vera gististaður án veitinga í eigu Síldarleitarinnar sf. Bæjarráð Fjallabyggðar gerir ekki athugasemdir við afgreiðslutíma og staðsetningu gististaðarins.

Fáni Black Death á Siglufirði í sumar.