Bæjarráð Fjallabyggðar hefur samþykkt að fresta framkvæmd vegna uppsetningar á Frisbígolfvöllum á Siglufirði og í Ólafsfirði til ársins 2022. Áætlaður kostnaður var að lágmarki 2 milljónir króna. Í staðinn var samþykkt að setja tvær frísbígolfkörfur niður í sveitarfélaginu.