Fjallabyggð fer í markaðsherferð vegna atvinnu- og íbúaþróunar

Fjallabyggð hefur samþykkt að fara í markaðsherferð með auglýsingastofunni Pipar/TBWA vegna atvinnu- og íbúaþróunar í sveitarfélaginu. Auglýsingastofan hefur þú þegar unnið með Fjallabyggð í markaðsherferð vegna komu ferðamanna til sveitarfélagsins og hafa auglýsingar á Facebook verið áberandi síðustu vikur með stuttum kynningum frá Fjallabyggð.