Fjölmörg sveitarfélög hafa á síðustu árum ráðist í innviðagreiningar með það að markmiði að auðvelda einstaklingum, fyrirtækjum og öðrum áhugasömum aðilum að taka ákvarðanir um fjárfestingar og uppbyggingu.
Bæjarráð Fjallabyggðar hefur óskað eftir að sveitarfélagið Fjallabyggð ráðist í að greina stöðuna á innviðunum í samfélaginu með það að markmiði að auka fjárfestingu í sveitarfélaginu.
Bæjarstjóra Fjallabyggðar hefur verið falið að vinna málið áfram og kalla eftir tilboðum og verklýsingum vegna innviðagreiningar fyrir Fjallabyggð og leggja fyrir bæjarráð.