Fjallabyggð fellur niður skólaakstur í dag vegna versnandi veðurs

Fjallabyggð hefur fellt niður skólaakstur niður í dag vegna veðurs og versnandi veðurútlits. Í ljósi þess að samgöngur verða ótryggar í dag var ákveðið að fella niður kennslu í Menntaskólanum Tröllaskaga.  Nemendum er velkomið að koma í skólann og læra en hvattir til að leggja ekki af stað lengri leiðir í óvissu um hvort þeir komist aftur heim.