Bæjarstjórn Fjallabyggðar hefur samþykkt að fella niður tímabundið öll gatnagerðargjöld vegna fasteignabygginga til þess að stuðla enn frekar að uppbyggingu húsnæðis í sveitarfélaginu.

Með þessu vill bæjarstjórn Fjallabyggðar sýna í verki vilja sinn til þessa mikilvæga verkefnis sem sjálfbær uppbygging fasteigna er hverju samfélagi.

Gildir niðurfellingin til 31.12.2024 og verður þá endurskoðuð m.t.t. árangurs.