Fjallabyggð fékk þrjú tilboð í Benz Unimog árgerð 1965

Þrjú tilboð bárust í bifreiðina Benz Unimog árgerð 1965 sem Slökkvilið Fjallabyggðar hefur haft í sinni umsjá. Einnig kom fyrirspurn frá öðru slökkviliði um yfirtöku á bifreiðinni.

Samþykkt hefur verið að hafna öllum tilboðum, en sveitarfélagið mun hefja viðræður við viðkomandi aðila.