Fjallabyggð fékk styrk úr Lýðheilsusjóði

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra úthlutaði þann 28. mars síðastliðinn rúmlega níutíu og sex milljónum króna í styrki úr Lýðheilsusjóði til 169 verkefna og rannsókna. Lýðheilsusjóður hefur það hlutverk að stuðla að heilsueflingu og forvörnum ásamt því að styrkja lýðheilsustarf um land allt. Styrkjum var úthlutað til fjölbreytta verkefna á sviði geðræktar, næringar, hreyfingar og tannverndar auk áfengis-, vímu- og tóbaksvarna.  Ráðherra úthlutaði styrkjunum að fengnum tillögum stjórnar Lýðheilsusjóðs sem mat umsóknir út frá því hvernig þær féllu að hlutverki sjóðsins.

Meðal styrkþega í ár er Fjallabyggð fyrir verkefnið Heilsueflandi samfélag, og fékk Fjallabyggð 500.000 kr. styrk.

Þá hlaut Ungmennasamband Skagafjarðar 250.000 kr. styrk fyrir Landsmóti UMFÍ 50+ á Sauðárkróki. Varmahlíðarskóli hlaut 100.000 kr. styrk fyrir Fræðslu um kynheilbrigði og tóbaksvarnir. Ungmenna-Húsið á Akureyri hlaut 600.000 kr. styrk fyrir verkefnið Skapandi vetrarstörf.