Fjallabyggð fær aukin framlög frá Jöfnunarsjóði
Jöfnunarsjóður sveitarfélaga hefur endurreiknað „útgjaldajöfnunarframlag vegna snjómoksturs í þéttbýli“ fyrir árin 2007 til 2014.
Framlag til Fjallabyggðar hækkar um 44,9 milljónir króna vegna þessarar leiðréttingar.
Til þess að setja þessa upphæð í samhengi þá gerir fjárhagsáætlun Fjallabyggðar fyrir árið 2015 ráð fyrir 51 milljón króna til umhverfismála í sveitarfélaginu. Sjálfstæðisflokkurinn í Fjallabyggð greinir frá þessu.
Ljósmynd: Ragnar Magnússon / Héðinsfjörður.is