Fjallabyggð fær 18 milljónir til hafnarframkvæmda á Ólafsfirði

Siglingastofnun og Innanríkisráðuneytinu veita fé til viðgerða á bæði sandfangara og Vesturgarði í Ólafsfirði, alls 18 m.kr. sem nemur 75% af heildarkostnaði.
Áætlaður hlutur Fjallabyggðar er 6 m.kr.
Málið er nú til umfjöllunar í hafnarstjórn. Ætlunin er að lagfæra garðinn í ár fyrir um 4,5 m.kr. og er hlutur hafnarinnar um 1,2 m.kr.  Sá kostnaður er tekinn af viðhaldsfé hafnarinnar á fjárhagsáætlun ársins.