Fjallabyggð eykur enn öryggi barna í skólabílnum

Fjallabyggð hefur samþykkt beiðni  Jónínu Magnúsdóttur, skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar að ráðinn verði rútuliði í 50% starf sem sinni gæslu í skólabílnum á tímabilinu 12:40-16:15. Það eru Hópferðabílar Akureyrar sem sjá um skóla- og frístundaakstur í Fjallabyggð.  Nemendur í Fjallabyggð í 1.-5. bekk stunda nám á Siglufirði og eru um 100 nemendur þar, en í Ólafsfirði er kenndur 6.-10 bekkur og eru einnig um 100 nemendur þar.  Daglegur ferðatími til og frá skóla er áætlaður 50 mínútur.

Fjallabyggð fór einnig fram á í haust að sæti í skólabílnum yrðu með þriggjafestu mjaðmar- og axlarbeltum og að yngstu nemendur myndu sitja á bílsessu.

Mikil umræða varð í vor þegar Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti á tillögu starfshóps um samþættingu á skóla- og frístundastarfi þann 18. maí. 2017.