Bæjarráð Fjallabyggðar hefur samþykkt að bjóða út alla dúntekju í landi Fjallabyggðar og að samningur verði gerður við aðila um að girða svæði af, halda vargi frá varplandi og annast umhirðu varpsvæðis.

Á Leirutanga er í gildi skipulag sem unnið er eftir. Ráðist verður í að fjarlægja rusl af svæðinu og að framkvæmd við 1. áfanga göngustígs hefur verið boðin út.

Árni Rúnar Örvarsson æðabóndi í Hraunum í Fljótum er einn þeirra sem hefur sótts eftir að dúntekju í landi Fjallabyggðar en fengið höfnun vegna samkomulags Fjallabyggðar við Ólaf Guðmundsson. Á Hraunum er að finna eitt stærsta æðarvarp landsins og bestu aðstöðu til dúnþurrkunar sem fyrir finnst. Æðardúnninn þurrkaður við ylvolgar 37 gráður og því er dúnninn orðinn þurr á innan við sólrhring. Vegna þeirrar frábæru aðstöðu sem er á Hraunum í Fljótum hefur verið að hægt ná nýtingu upp að 38% á dúninum sjálfum, sem er algjört einsdæmi. Meðalnýting er um 25%.