Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar auglýsir eftir tilnefningum um hver hljóta skuli nafnbótina Bæjarlistamaður Fjallabyggðar árið 2022.  Frestur til að skila inn tilnefningu hefur verið framlengdur til 5. nóvember næstkomandi.  Frá þessu er greint á vef Fjallabyggðar.

Aðeins þeir listamenn sem búsettir hafa verið í Fjallabyggð að minnsta kosti um tveggja ára skeið koma til greina. Nafnbótin Bæjarlistamaður Fjallabyggðar getur hlotnast listamanni eða hópi. Styrkur til bæjarlistamanns 2022 nemur kr. 300.000.- til einstaklings og kr. 400.000.- til hóps.

Tilnefningar berist til markaðs- og menningarfulltrúa, Lindu Leu Bogadóttur á netfangið lindalea@fjallabyggd.is, eða í síma 464-9100. Einnig er að finna eyðublað undir “Rafræn Fjallabyggð” á heimasíðu Fjallabyggðar.