Fjallabyggð auglýsir eftir slökkviliðsstjóra
Fjallabyggð auglýsir lausa til umsóknar framtíðarstöðu slökkviliðsstjóra Fjallabyggðar. Slökkviliðsstjóri er yfirmaður slökkviliðsins og faglegur stjórnandi þess. Hann hefur yfirumsjón með og ber ábyrgð á daglegum rekstri brunavarnarmála, en mikil áhersla er lögð á áreiðanlega þjónustu við bæjarbúa og fagleg vinnubrögð. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi í starfið sem er tilbúinn að taka þátt í að stjórna og leiða faglegt starf.
Umsóknarfrestur er til og með 22. febrúar 2021.
Nánari upplýsingar eru á vef Fjallabyggðar.